Jóhanna Lea í átta manna úrslit

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er komin áfram í átta manna úrslit.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er komin áfram í átta manna úrslit. Ljósmynd/EGA

Jó­hanna Lea Lúðvíks­dótt­ir er kom­in áfram í átta manna úr­slit á Opna breska áhuga­manna­mót­inu í golfi eft­ir sig­ur á hinni ensku Emily Toy í 16 manna úr­slit­un­um í dag.

Leikið er í Kilm­arnock í Skotlandi. Hefðbund­inn högg­leik­ur var leik­inn á fyrstu tveim­ur hringj­un­um áður en holu­keppni tók við.

Úrslit­in réðust á 18. og síðustu hol­unni í dag. Jóhanna Lea var með einnar holu for­skot fyrir síðustu holuna. Á henni léku Jóhanna Lea og Toy báðar á fimm höggum og vann íslenski kylfingurinn þar með nauman sigur.

Jóhanna Lea mæt­ir hinni írsku Katie Lanigan í átta manna úr­slit­un­um í fyrramálið.

mbl.is