Á brattann að sækja í Skotlandi

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hefur spilað frábærlega í Skotlandi.
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hefur spilað frábærlega í Skotlandi. Ljósmynd/EGA

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir er fimm holum undir gegn Louise Duncan í úrslitaleik Opna breska áhuga­manna­mót­sins í golfi sem fram fer á Barassie-golf­vell­in­um í Kilm­arnock í Skotlandi í dag.

Leiknar verða 36 holur í úrslitaleiknum en eftir fyrstu átján holurnar er hin skoska Duncan með nokkuð þægilegt forskot.

Jóhanna Lea vann bæði fyrstu holuna og sjöundu holuna en seinni níu holurnar hafa ekki gengið nægilega vel.

Kylfingurinn ungi er einungis 17 ára gömul en árangur hennar er sá besti sem Íslendingur hefur náð á Opna breska áhugamannamótinu, bæði í karla- og kvennaflokki.

mbl.is