Magnað að fylgjast með Jóhönnu

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hefur slegið í gegn í Kilmarnock á …
Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir hefur slegið í gegn í Kilmarnock á síðustu dögum. Ljósmynd/EGA

Það hefur verið algjör unun að fylgjast með Jóhönnu Leu Lúðvíksdóttur slá í gegn á Opna breska áhugamannamótinu í golfi sem fram fer á Barassie-golfvellinum í Kilmarnock í Skotlandi.

Jóhanna gerði sér lítið fyrir í gær og tryggði sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri á Shannon McWilliam frá Skotlandi í bráðabana. Hún sýndi mikinn kraft með að gefast ekki upp þegar sú skoska náði þriggja holu forskoti þegar skammt var eftir.

Sennilega áttu fáir von á að Jóhanna næði svo langt þar sem hún var í 53. sæti eftir tvær holur af höggleik. Hún hefur hins vegar unnið hverja viðureignina á fætur annarri og komið sér í úrslitaeinvígið, sem er magnaður árangur.

Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert