Bætti sig um sex högg en féll úr leik

Haraldur Franklín Magnús.
Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús komst ekki í gegnum niðurskurðinn á Challenge de España-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi í Cadíz á Spáni.

Haraldur náði sér ekki á strik á fyrsta hring sem hann lék á 75 höggum, þremur höggum yfir pari. Hann gerði mun betur á öðrum hring, lék á 69 höggum og lauk því leik á parinu.

Það dugði ekki til að fara í gegnum niðurskurðinn og hafnar Haraldur í 94. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Ewen Ferguson frá Skotlandi og Frakkinn Frederic Lacroix eru efstir á sextán höggum undir pari eftir þrjá hringi.

mbl.is