Oosthuizen jafnaði Henley

Louis Oosthuizen leiðir á Opna bandaríska meistaramótinu ásamt Russell Henley.
Louis Oosthuizen leiðir á Opna bandaríska meistaramótinu ásamt Russell Henley. AFP

Suðurafríski kylfingurinn Louis Oosthuizen lék megnið af fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins á fjórum höggum undir pari og jafnaði þar með Bandaríkjamanninn Russell Henley, sem tók óvænt forystuna á mótinu í gær.

Oosthuizen á þó enn eftir að leika tvær holur á fyrsta hring og getur því tekið forystuna síðar í dag þar sem Henley náði að klára hringinn í gær.

Var keppni frestað í gær vegna slæmra veðurskilyrða, en þoka gerði vart við sig á Torrey Pines-vellinum og því var ekki hægt að spila lengur.

Oosthuizen vann Opna bandaríska meistaramótið árið 2010.

Í dag klára þeir kylfingar sem náðu ekki að ljúka fyrsta hring í gær, og svo verður annar hringur mótsins leikinn.

mbl.is