Ljóst hverjir mætast í átta manna úrslitum

Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr GKG, er komin áfram í …
Hulda Clara Gestsdóttir, kylfingur úr GKG, er komin áfram í átta manna úrslit Íslandsmótsins. mbl.is/Árni Sæberg

Nú er orðið ljóst hvaða kylfingar mætast í átta manna úrslitum Íslandsmótsins í holukeppni á Þorláksvelli í Þorlákshöfn í dag.

Í morgun fór fram riðlakeppni í kvenna- og karlaflokki. Alls var keppt í 16 riðlum, átta kvennamegin og átta karlamegin, og sigurvegarar riðlanna tryggðu sér sæti í átta manna úrslitum.

Í átta manna úrslitum kvenna mætast eftirfarandi kylfingar:

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA

Helga Signý Pálsdóttir, GR – Karen Lind Stefánsdóttir, GKG

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG – Arna Rún Kristjánsdóttir, GM

Anna Júlía Ólafsdóttir, GKG – Eva Karen Björnsdóttir, GR

Í átta manna úrslitum karla mætast:

Andri Þór Björnsson, GR – Kristján Þór Einarsson, GM

Sverrir Haraldsson, GM – Jóhannes Guðmundsson, GR

Lárus Ingi Antonsson, GA – Birgir Björn Magnússon, GK

Aron Emil Gunnarsson, GOS – Bjarki Pétursson, GKG

Upplýsingar um sigurvegara riðlanna og hvernig raðaðist í átta manna úrslitin eru fengnar frá Golfsambandi Íslands.

mbl.is