Undanúrslitin orðin ljós

Andri Már Óskarsson er kominn í undanúrslit Íslandsmótsins í holukeppni.
Andri Már Óskarsson er kominn í undanúrslit Íslandsmótsins í holukeppni.

Kylfingarnir Eva Karen Björnsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Helga Signý Pálsdóttir og Hulda Clara Gestsdóttir tryggðu sér í dag sæti undanúrslitum Íslandsmótsins í holukeppni, sem fer fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn um helgina.

Ljóst er hverjar þeirra mætast í undanúrslitunum:

Eva Karen Björnsdóttir, GR – Helga Signý Pálsdóttir, GR

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK

Í átta kvenna úrslitunum sem voru leikin í dag hafði Eva Karen betur gegn Önnu Júlíu Ólafsdóttur úr GKG, Guðrún Brá vann Andreu Ýr Ásmundsdóttur úr GA, Helga Signý hafði sigur gegn Kareni Lind Stefánsdóttur úr GKG og Hulda Clara hafði betur gegn Örnu Rún Kristjánsdóttur úr GM.

Undanúrslit og úrslit kvenna fara fram á morgun og sömu sögu er að segja af karlaflokkinum.

Andri Már Óskarsson úr GOS, Andri Þór Björnsson úr GR, Lárus Ingi Antonsson úr GA og Sverrir Haraldsson úr GM tryggðu sér sæti í undanúrslitunum í dag og nú er ljóst hverjir munu etja kappi á morgun:

Andri Már – Lárus Ingi

Sverrir – Andri Þór

Í átta manna úrslitum hafði Andri Már betur gegn Aroni Emil Gunnarssyni úr GS, Andri Þór vann Kristján Þór Einarsson úr GM, Lárus Ingi hafði sigur gegn Birgi Birni Magnússyni úr GK og Sverrir Haraldsson hafði betur gegn Jóhannesi Guðmundssyni úr GR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert