Guðrún og Sverrir Íslandsmeistarar

Guðrún Brá Björgvinsdóttr og Sverrir Haraldsson með Íslandsmeistaratitlana.
Guðrún Brá Björgvinsdóttr og Sverrir Haraldsson með Íslandsmeistaratitlana. Ljósmynd/Golf.is

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili og Sverrir Haraldsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar eru Íslandsmeistarar 2021 í holukeppni í golfi en mótið fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn um helgina.

Í kvennaflokki hafði Guðrún Brá betur gegn Evu Karen Björnsdóttur úr GR í úrslitum en Guðrún vann úrslitaleikinn 5/4. Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá fagnar sigri í holukeppni en það gerðist síðast árið 2017.

Hulda Clara Gestsdóttir úr GK hafnaði í þriðja sæti eftir 2/1-sigur gegn Helgu Signýju Pálsdóttur úr GR.

Í karlaflokki vann Sverrir Lárus Inga Antonsson úr GA í úrslitum, 2/1. Þetta er í fyrsta sinn sem Sverrir verður Íslandsmeistari í holukeppni. Andri Þór Björnsson úr GR varð í þriðja sæti eftur sigur gegn Andra Má Óskarssyni, GOG, í bráðabana.

mbl.is