Vann á sínu fyrsta stórmóti

Jon Rahm með verðlaunabikarinn sem hann hlaut fyrir sigur á …
Jon Rahm með verðlaunabikarinn sem hann hlaut fyrir sigur á Opna bandaríska meistaramótinu í gær. AFP

Spánverjinn Jon Rahm gerði sér lítið fyrir og vann á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi í gær. Um er að ræða hans fyrsta sigur á stórmóti.

Rahm lék frábæran lokahring á mótinu, sem fór fram á Torrey Pines-vellinum í San Diego í Kaliforníu, og skákaði þar með Suður-Afríkumanninum Louis Oosthuizen, sem var búinn að vera efstur kylfinga að loknum tveimur af hringjunum fjórum sem voru leiknir.

Mikilvæg pútt á 17. og 18. holu fjórða hrings komu Rahm fram úr Oosthuizen sem þýddi að Spánverjinn sigldi naumlega fram úr.

Rahm endaði á því að leika á sex höggum undir pari og Oosthuizen sat eftir með sárt ennið í öðru sæti á fimm höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert