Í toppbaráttunni í Frakklandi

Aron Snær Júlíusson.
Aron Snær Júlíusson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aron Snær Júlíusson, GKG, er í toppbaráttunni þegar keppni er hálfnuð á Evrópumóti einstaklinga í golfi. Leikið er í Frakklandi.

Aron Snær lék fyrsta hringinn á 67 höggum eða fjórum höggum undir pari. Hann lék einnig vel á öðrum keppnisdeginum, eða á 69 höggum, tveimur höggum undir pari vallar.

Hann fór upp um fjögur sæti og er þessa stundina í sjötta sæti. Keppni er ekki lokið í dag og staðan gæti því breyst.

Kristófer Karl Karlsson, GM, er á +15 samtals eftir 36 holur. Hann lék fyrsta hringinn á 77 höggum og á 80 höggum í dag. Kristófer Karl er í 139. sæti.

Hákon Örn Magnússon lék fyrsta hringinn á 76 höggum en Hákon Örn á eftir að hefja leik á öðrum keppnisdegi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert