Úr leik þrátt fyrir bætingu

Axel Bóasson er úr leik.
Axel Bóasson er úr leik. mbl.is/Kristinn Magnússon

Axel Bóasson er úr leik á Halmstad Challenge-mótinu í golfi, þrátt fyrir bætingu á milli hringja. Axel komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi, en mótið er hluti af Nordic-mótaröðinni.

Axel náði sér ekki á strik á fyrsta hring sem hann lék á 77 höggum, fimm höggum yfir pari. Axel fékk tvo skolla og tvo tvöfalda skolla á hringnum. Hann lagaði aðeins eigin stöðu með tveimur fuglum.

Íslenski kylfingurinn lék mun betur á öðrum hring eða á 73 höggum, einu höggi yfir pari. Hann fékk fjóra skolla og þrjá fugla á hringnum og var fimm höggum frá því að fara í gegnum niðurskurðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert