Íslandsmeistarinn fór vel af stað í Tékklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað í Tékklandi.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað í Tékklandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór vel af stað á Tipsport Czech Ladies Open-mótinu í golfi í Tékklandi í dag en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni, sterkustu mótaröð álfunnar.

Guðrún lék 17 af 18 holum á fyrsta hring í dag, en tókst ekki að ljúka hringnum þar sem keppni var hætt vegna þrumuveðurs. Hún lék á tveimur höggum undir pari og er í 13. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Ekki er ljóst hvort keppni verði haldið áfram í dag eða hvort fyrsti hringurinn verði kláraður á morgun. 

Laura Fuenfstueck frá Þýskalandi og Isabelle Boineau frá Frakklandi eru efstar á fimm höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert