Enn í forystu þrátt fyrir lakari dag

Louis Oosthuizen er í forystu eftir þrjá hringi.
Louis Oosthuizen er í forystu eftir þrjá hringi. AFP

Suður-Afr­íkumaður­inn Lou­is Oost­huizen er með eins högga for­ystu eft­ir þrjá hringi af fjórum á The Open á Royal St. Geor­ge‘s-golf­vell­in­um í Kent á Englandi, en mótið er eitt ri­sa­mót­anna á ári hverju.

Oosthuizen hefur verið í forystunni frá fyrsta degi, en hann átti sinn lakasta hring á mótinu til þessa. Forystusauðurinn lék á 69 höggum en hann lék fyrsta hringinn á 64 höggum og annan hringinn á 65 höggum. Hann er því á samanlagt 12 höggum undir pari.

Bandaríkjamaðurinn Collin Morikawa er í öðru sæti á 12 höggum undir pari og landi hans Jordan Spieth í þriðja á níu höggum undir pari. Kanadamaðurinn Corey Conners og Bandaríkjamaðurinn Scottie Sheffler koma þar á eftir á átta höggum undir pari.

Fjórði og síðasti hringurinn verður leikinn á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert