Annar sigurinn á þremur árum

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi …
Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði í Hvaleyrarbikarnum í golfi í dag. Ljósmynd/GSÍ

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur bar sigur úr býtum í Hvaleyrarbikarnum í golfi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í dag. Þetta er í annað sinn á þremur árum sem Ragnhildur vinnur mótið en hún gerði það einnig 2019.

Mótið er hluti af stigamótaröð Golfsambands Íslands en Ragnhildur vann nokkuð öruggan sigur. Hún lék 54 holur á samtals 218 höggum og var alls fimm höggum yfir pari. Berglind Björnsdóttir, einnig úr GR, var önnur og Kristín Sól Guðmundsdóttir úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar var þriðja. Þær léku báðar á alls 14 höggum yfir pari.

mbl.is