Íslendingarnir fengu báðir sjö fugla

Haraldur Franklín Magnús
Haraldur Franklín Magnús mbl.is/Kristinn Magnússon

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lét eina holu skemma annars glæsilegan lokahring á Euram Bank Open-golfmótinu í Ramsau í Austurríki í dag. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Haraldur fékk sjö fugla á hringnum og þrjá skolla en fjórfaldur skolli á sjöttu holu skemmdi fyrir Íslandsmeistaranum fyrrverandi. Hann lauk því leik í dag á 70 höggum og á pari. Haraldur hafnaði í 43. sæti á samanlagt fimm höggum undir pari.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson nældi einnig í sjö fugla á lokahringnum í dag er hann lék á 66 höggum. Hann fékk einnig einn tvöfaldan skolla og einn skolla. Guðmundur lék hringina fjóra á samanlagt þremur höggum undir pari og hafnaði í 55. sæti.

mbl.is