Guðmundur efstur Íslendinganna

Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék best Íslendinganna.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson lék best Íslendinganna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, Haraldur Franklín Magnús og Bjarki Pétursson hafa allir lokið leik á fyrsta hring á Italian Challenge-mótinu í golfi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni.

Guðmundur lék best Íslendinganna eða á 71 höggi, á pari. Hann er í 45. sæti sem stendur en sú staða gæti breyst þar sem ekki allir hafa lokið leik í dag.

Haraldur Franklín Magnús lék á 72 höggum, einu höggi yfir pari. Hann er í 78. sæti ásamt þó nokkrum kylfingum. Loks lék Bjarki Pétursson á 74 höggum, þremur höggum yfir pari. Bjarki er í 107. sæti.

Englendingurinn Nathan Kimsey er efstur sem stendur á sex höggum undir pari. Annar hringurinn verður leikinn á morgun.

mbl.is