Féllu úr leik á Ítalíu

Ragnhildur Kristinsdóttir féll úr leik á Ítalíu.
Ragnhildur Kristinsdóttir féll úr leik á Ítalíu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hulda Clara Gestsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir féllu í gær úr leik á Evrópumóti áhugakvenna í golfi á Ítalíu.

Hulda Clara lék þriðja og síðasta hringinn á 76 höggum og lauk leik á 16 höggum yfir pari og í 119. sæti.

Ragnhildur lék síðasta hringinn á 78 höggum og lauk leik á 18 höggum yfir pari og í 126. sæti.

mbl.is