GR tvöfaldur Íslandsmeistari

Kvennalið GR fagnar sigri.
Kvennalið GR fagnar sigri. Ljósmynd/Seth@golf.is

Golfklúbbur Reykjavíkur fagnaði tvöföldum sigri á Íslandsmóti golfklúbba í dag. Þetta er í 22. sinn sem kvennalið GR fagnar þessum titli og í 24. sinn sem karlaliðið sigrar.

Í kvennaflokki hafði GR betur gegn GM með þremur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Í leiknum um þriðja sætið vann GA sigur á GKG.

GR fagnaði sigri í karlaflokki eftir 3:2 sigur gegn GKG. Í leiknum um þriðja sætið hafði GOS betur gegn GV. Titillinn er sá fyrsti í níu ár hjá GR.

Golfklúbburinn Keilir úr Hafnarfirði féll úr 1. deild karla og Golfklúbburinn Oddur féll úr 1. deild kvenna.

Leikið var á tveimur keppnisvöllum líkt og gert hefur verið undanfarin tvö ár. Keppnisvellirnir voru Hlíðavöllur í Mosfellsbæ og Korpúlfsstaðavöllur.

Karlalið GR fagnar fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í níu ár.
Karlalið GR fagnar fyrsta Íslandsmeistaratitlinum í níu ár. Ljósmynd/Seth@golf.is
mbl.is