Perla í sjöunda sæti á sterku móti

Perla Sól Sigurbrandsdóttir náði góðum árangri í Finnlandi.
Perla Sól Sigurbrandsdóttir náði góðum árangri í Finnlandi. Ljósmynd/Seth/Golfsamband Íslands

Íslendingarnir fjórir sem léku á European Young Masters-golfmótinu í Finnlandi um helgina náðu heilt yfir fínum árangri á mótinu, sem er eitt það sterkasta í Evrópu í unglingaflokki.

Perla Sól Sigurbrandsdóttir lék á einu höggi undir pari í dag og lék samanlagt á einu höggi yfir pari. Hún hafnaði í sjöunda sæti í stúlknaflokki. Helga Signý Pálsdóttir lék á 79 höggum í dag og endaði í 30. sæti.

Skúli Gunnar Ágústsson lék á 72 höggum í dag og lauk leik á 14 höggum yfir pari og í 31. sæti í piltaflokki. Veigar Heiðarsson endaði í 43. sæti en hann lék á 79 höggum í dag. Íslenska liðið hafnaði í 13. sæti í liðakeppni.

mbl.is