Efstur eftir frábæran hring

Hlynur Bergsson vippar inn á flöt á Íslandsmótinu í fyrra.
Hlynur Bergsson vippar inn á flöt á Íslandsmótinu í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hlynur Bergsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar tók forystuna í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi þegar mótið hófst á Akureyri í dag. 

Hlynur lék á 66 höggum og kom inn í skála á fimm höggum undir pari. Hann er með þriggja högga forskot eftir fyrsta keppnisdag af fjórum. 

Næstir koma Jóhannes Guðmundsson og Dagbjartur Sigurbrandsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur ásamt Rúnari Arnórssyni úr Keili. Allir léku þeir á 69 höggum. 

Tíu kylfingar léku undir pari í karlaflokki en leik er ekki lokið í kvennaflokki. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert