Guðmundur fékk tvo erni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hafa lengi fylgst …
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús hafa lengi fylgst að í golfinu. mbl.is/Arnþór Birkisson

GR-ingarnir Haraldur Franklín Magnús og Guðmundur Ágúst Kristjánsson léku báðr á tveimur undir pari á fyrsta hring á móti í Hollandi á Áskorendamótaröðinni í golfi í dag.

Eru þeir ásamt fleirum í 20. sæti eftir fyrsta keppnisdag og eiga fína möguleika á því að komast í gegnum niðurskurð keppenda eftir tvo keppnisdaga. 

Margir skoruðu vel á hringnum en efstur er Daninn Marcus Helligkilde eftir frábæran hring en hann notaði aðeins 63 högg. 

Guðmundur Ágúst vann ekki alveg nógu vel úr góðri stöðu sem hann var kominn í því Guðmundur fékk tvo erni á fyrri níu holunum. Hann fékk tvo erni, engan fugl, tvo skolla og fjórtán pör. Haraldur fékk þrjá fugla, einn skolla og fjórtán pör. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert