Tæpir tveir milljarðar í húfi

Patrick Cantlay til hægri og Bryson DeChambeau eru báðir í …
Patrick Cantlay til hægri og Bryson DeChambeau eru báðir í góðri stöðu fyrir fram en margir getur þó gerst á 72 holum. AFP

Lokamót PGA-mótaraðarinnar í golfi, The Tour Championship, hefst í Georgíuríki í Bandaríkjunum á morgun. 

Er mótið einnig lokahnykkur á úrslitakeppninni þar sem kylfingum fækkar smám saman og einungis þrjátíu efstu á peningalistanum fá að taka þátt í lokamótinu. Geysilega mikið er í húfi því sá sem hafnar í efsta sæti á peningalitanum fyrir keppnistíamabilið 2021 fær 1,9 milljarða íslenskra króna í verðlaunafé. Slíkt er nánast óþekkt í íþróttaheiminum. 

Niðurstaðan í lokamótinu hefur töluvert um það að segja hver hafnar í efsta sæti peningalistans. Í lokamótinu fá kylfingar forgjöf sem tengd er frammistöðu þeirra á árinu. 

Patrick Cantlay mun hefja leik á 10 höggum undir pari. Tony Finau á 8 undir pari, Bryson DeChambeau á 7 undir pari og Spánverjinn Jon Rahm sem margir veðjá á mun byrja á 6 undir pari. 

Þannig heldur þetta áfram og þetta gerir mótið frábrugðið öðrum hjá bestu kylfingum heims. Mótið fer fram á East Lake vellinum venju samkvæmt og lýkur að óbreyttu á sunnudagskvöldið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert