Patrick Cantlay hélt sjó

Patrick Cantlay á hringnum í gær.
Patrick Cantlay á hringnum í gær. AFP

Bandaríkjamaðurinn Patrick Cantlay hélt sjó í gær þegar lokamót PGA-mótaraðarinnar í golfi hófst á East Lake vellinum í Georgíuríki í Bandaríkjunum. 

Eins og lesa má um í meðfylgjandi frétt þá er fyrirkomulag lokamótsins, The Tour Championship, með öðru sniði en vanalega. Kylfingarnir hefja ekki leik jafnir heldur eru menn verðlaunaðir fyrir árangur sinn á árinu. 

Cantlay hóf keppni á 10 undir pari og með tveggja högga forskot. Eftir að hafa leikið á þremur undir pari er hann því á 13 undir pari. Spánverjinn Jon Rahm er tveimur höggum á eftir en Rahm sigraði í sumar á Opna bandaríska meistaramótinu. 

Harris English og Bryson DeChambeau eru á 8 undir pari en aðrir þurfa að hafa sig alla við til að missa ekki Cantlay og Rahm of langt fram úr sér. 

Jon Rahm er til alls líklegur.
Jon Rahm er til alls líklegur. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert