Hafnaði í 24. sæti í Svíþjóð

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir kylfingur úr Keili hafnaði í 24. sæti á Opna Creekhouse mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi sem lauk í Kristianstad í Svíþjóð í dag. 

Guðrún lék samtals á sjö höggum yfir pari á 72 holum. Hún var í 84. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar fyrir mótið og ætti því að hækka eitthvað á listanum eftir mótið. 

Guðrún var afar stöðug fyrstu þrjá keppnisdagana og lék þá á 73 höggum alla dagana. Hún lék hins vegar í dag á 76 höggum en skorið í dag var í hærri kantinum sem er vísbending um að aðstæður hafi verið erfiðar. 

Þrír Íslendingar léku á hinum fræga Belfry-velli á Englandi á Áskorendamótaröðinni en enginn komst í gegnum niðurskurð keppenda fyrir helgina. 

Bjarki Pétursson var á parinu eftir 36 holur, Haraldur Franklín Magnús á tveimur yfir pari og Andri Þór Björnsson á þremur yfir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert