Náði sínum þriðja besta árangri og fór upp um tíu sæti

Guðrún Brá Björgvinsdóttir heldur áfram að bæta sig.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir heldur áfram að bæta sig. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, náði sínum þriðja besta árangri í Evrópumótaröðinni þegar hún hafnaði í 24. sæti á Opna Creek­hou­se-mót­inu í Kristianstad í Svíþjóð í gær. Með því fór hún upp um tíu sæti á stigalista mótaraðarinnar.

Guðrún lék sam­tals á sjö högg­um yfir pari á 72 hol­um í gær og var í 84. sæti á styrk­leikalista Evrópumót­araðar­inn­ar fyr­ir mótið í Svíþjóð en er nú komin upp í 74. sæti.

Sex mót eru eftir á keppnistímabilinu á Evrópumótaröðinni og keppir Guðrún næst á Opna svissneska meistaramótinu, sem er hluti af mótaröðinni, í þessari viku. Fer mótið fram á Holzhäusern-vellinum í Sviss.

mbl.is