29 ára milljarðamæringur

Patrick Cantlay er sigurvegari PGA-mótaraðarinnar í golfi.
Patrick Cantlay er sigurvegari PGA-mótaraðarinnar í golfi. AFP

Patrick Cantlay stóð uppi sem sigurvegari í PGA-mótaröðinni í golfi á þessu keppnistímabili. Hann varð í efsta sæti stigalistans eftir að hafa unnið tvö síðustu mótin í FedEx-úrslitakeppninni. Nú síðast The Tour Championship á sunnudagskvöldið.

Þar með er Cantlay orðinn milljarðamæringur fyrir þrítugt. Hvort sem það var takmark í sjálfu sér eða ekki. Hann er 29 ára gamall og fékk 1,9 milljarða í verðlaunafé fyrir að hafna í efsta sæti stigalistans. Þá á eftir að bæta við öðru verðlaunafé á árinu en á ferlinum hefur Cantlay unnið sér inn rúma 2,8 milljarða. Er það einungis á síðustu árum. Hann sigraði í fyrsta skipti á móti í PGA-mótaröðinni árið 2016 en velgengni hans hófst fyrir alvöru þegar hann sigraði á Memorial árið 2017. Mótinu sem Jack Nicklaus stendur fyrir í Ohio.

Á síðustu tveimur árum eða svo hefur Cantlay sýnt að hann stendur þeim allra bestu í heiminum ekki langt að baki. En hann hafði þó ekki unnið nægilega oft í mótaröðinni til að flokkast með þeim bestu. Hann hafði unnið þrjú mót þegar árið 2021 gekk í garð en nú eru þau orðin sex. Cantlay hefur heldur ekki sigrað á neinu risamótanna fjögurra í íþróttinni. Þar hefur hann ekki blómstrað enn sem komið er en hans besti árangur er 3. sæti á PGA-meistaramótinu árið 2019. Mörgum þykir Cantlay mjög áhugaverður afreksmaður. Ekki síst vegna þess að hann hefur upplifað talsvert mótlæti innan vallar sem utan.

Framtíðin virtist björt

Á háskólaárunum varð hann besti kylfingurinn í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og var lengi í efsta sæti á heimslista áhugakylfinga. Framtíðin virtist björt og þegar hann var nýbyrjaður að spreyta sig á atvinnumannamótum náði hann að skila inn skori upp á 60 högg á Travellers Championship. Var Cantlay þá enn áhugamaður og er það besta skor áhugamanns frá upphafi í PGA-mótaröðinni. Þegar leiðin virtist greið á toppinn í íþróttinni meiddist hann illa í baki og var meira eða minna frá keppni í þrjú ár.

Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »