Guðrún í 76. sæti á stigalistanum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Keili, heldur áfram keppni á Evrópumótaröðinni í golfi í þessari viku. 

Guðrún Brá hafnaði í 47. sæti á svissneska meistaramótinu em lauk á sunnudag. Guðrún var þá á parinu samanlagt. 

Guðrún keppir næst í Frakklandi en mótið fer fram á Chateaux vellinum og hefst á fimmtudag. Verður það fimmtánda mótið hjá Guðrúnu á mótaröðinni á þessu ári en hún er í 76. sæti á stigalistanum. Fimm mót eru eftir á tímabilinu. 

mbl.is