Á parinu í Frakklandi

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili í Hafnarfirði er í fínum málum eftir fyrsta keppnisdag á Opna franska mótinu á Evrópumótaröðinni golfi. 

Guðrún er í 26.- 35. sæti eftir fyrsta hring af fjórum og á eftir fína möguleika á að komast í gegnum niðurskurð keppenda að loknum tveimur hringjum. 

Guðrún Brá lék á 71 höggi en besta skor dagsins var 66 högg. Guðrún fékk þrjá fugla, tólf pör og þrjá skolla á hringnum í dag en mótið fer fram á Golf du Médoc svæðinu í nágrenni Bordeaux. 

mbl.is