Guðmundur og Haraldur í ágætum málum

Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús. mbl.is/Arnþór Birkisson

GR-ingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru í ágætum málum eftir fyrsta keppnisdag á móti á opna portúgalska mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu. 

Félagarnir lentu saman í ráshópi í þetta skiptið og skiluðu einnig inn sama skori. Báðir léku þeir á 70 höggum í gær sem er tvö högg undir pari vallarins. 

Þeir eiga fína möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi. Eru þeir ásamt fleirum í 25. sæti. 

mbl.is