Síðasti hringurinn sá besti

Haraldur Franklín Magnús lék ágætlega í Portúgal.
Haraldur Franklín Magnús lék ágætlega í Portúgal. mbl.is/Kristinn Magnússon

Haraldur Franklín Magnús hafnaði í 39. sæti á Opna portúgalska mótinu í golfi. Mótið er hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.

Besti hringur Haraldar kom á lokahringnum í dag er hann lék á 67 höggum, fimm höggum undir pari. Fyrir hringinn í dag var Haraldur á einu höggi yfir pari og lýkur hann því leik á fjórum höggum undir pari.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var einnig á meðal kylfinga á mótinu en hann komst ekki í gegnum niðurskurðinn eftir tvo hringi.

mbl.is