Guðrún Brá í 47. sæti í Katalóníu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/LET

Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili hafnaði í 47. sæti á Estralla-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi í gær. 

Guðrún Brá komst í gegnum niðurskurð keppenda með því að leika á 71 og 73 fyrstu tvo hringina. Þriðji og síðasti hringurinn var öllu lakari en þá var Guðrún á 78 höggum. Hún lauk keppni á samtals sex undir pari. Hefði hún getað hafnað mun ofar hefði síðasti hringurinn verið betri en skorið þann dag var ansi hátt og því útlit fyrir að stæður hafi verið erfiðar. 

Fékk Guðrún um 1.100 evrur í verðlaunafé en þetta var þrettánda mótið hjá Guðrúnu á mótaröðinni á árinu. 

mbl.is