Guðrún keppir á lokamóti sterkustu mótaraðarinnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, mun í þarnæstu viku keppa á lokamóti LET-Evrópumótaraðarinnar á Spáni.

Um er að ræða sterkustu atvinnumótaröð Evrópu í kvennaflokki og er þetta í annað sinn sem Guðrún Brá leikur á lokamóti mótaraðarinnar.

Frá þessu er greint á heimasíðu Golfsambands Íslands.

Guðrún Brá fór upp í 77. sæti á stigalistanum á LET-Evrópumótaröðinni með því að enda í 38. sæti á síðasta móti sem fram fór í Sádi-Arabíu í þarsíðustu viku.

Lokamótið fer fram dagana 25.-28. nóvember í grennd við Málaga á Spáni.

Heildarverðlaunaféð á mótinu er mjög hátt samanborið við mörg önnur mót í mótaröðinni, eða 600.000 evrur, sem gerir um 93 milljónir króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert