Afrekskylfingarnir okkar besta ímynd

Hulda Bjarnadóttir (t.h.).
Hulda Bjarnadóttir (t.h.). mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Hulda Bjarnadóttir verður sjálfkörin nýr forseti Golfsambands Íslands á Golfþingi 2021 sem fer fram á Fosshóteli í Reykjavík dagana 19. og 20. nóvember. Hulda hefur setið í stjórn GSÍ undanfarin fjögur ár og er því flestum hnútum kunnug innan sambandsins.

„Þetta er fyrst og fremst rosalega mikill heiður að fá að leiða sambandið. Svo er ég auðvitað full tilhlökkunar enda búin að sitja í stjórninni og þekki því verkefnin. Mig klæjar aðeins í fingurna að fá að halda áfram að vinna að því sem við höfum verið að gera og höfum verið að setja í gang. Ég er bara spennt og til í slaginn og líka auðmjúk að fá að taka við svona embætti fyrir hönd sambandsins og hreyfingarinnar. Það hljómar eins og klisja en maður er í alvöru svolítið auðmjúkur,“ sagði Hulda í samtali við Morgunblaðið.

Hún sagði stöðu íþróttarinnar gífurlega sterka um þessar mundir. „Við höfum aldrei verið sterkari sem hreyfing, golfið hefur aldrei verið vinsælla þannig að staðan er gríðarlega sterk. Það er allt saman mjög jákvætt. Þótt það sé verið að tala um að það skorti aðstöðu þá kemur það til af góðu. Klúbbarnir hafa verið að vinna gríðarlega markvisst og gott starf þegar kemur að því að byggja upp barna- og unglingastarf til dæmis. Auðvitað verður því mikil aukning inn í hreyfinguna.

Það er svo margt jákvætt hægt að segja um hvernig staðan er í dag þar sem við höfum aldrei verið sterkari og aldrei stærri. Það er búin að vera allt að 80 prósent fjölgun iðkenda hjá sumum klúbbum núna í Covid-árferðinu. Það hefur svo verið jöfn og þétt 11-12 prósenta fjölgun heilt yfir síðustu ár og við erum að stefna á eins prósents fjölgun líka næstu árin, sem er samkvæmt stefnu sambandsins til 2027. Við viljum ekkert gefa eftir. Flestir klúbbar standa frammi fyrir því að það sé gott árferði, það er staðan.“

Viðtalið við Huldu má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert