Brautryðjandi fallinn frá

Höfðingjar á ferð. Lee Elder, Gary Player og Jack Nicklaus …
Höfðingjar á ferð. Lee Elder, Gary Player og Jack Nicklaus tilbúnir til að slá fyrstu höggin á The Masters í apríl. AFP

Bandaríkjamaðurinn Lee Elder er látinn 87 ára að aldri. Elder lést á sunnudaginn og var tilkynnt um andlátið í gær. Elder var brautryðjandi í íþróttaheiminum því hann var fyrstu svarti kylfingurinn sem lék á hinu fræga Masters móti í Georgíuríki í Bandaríkjunum.

Elder lék fyrst á Masters árið 1975 og markaði það tímamót en svartir voru ekki velkomnir á golfvöllum í Bandaríkjunum lengi vel á 20. öldinni.

Einhvern tíma var haft eftir Elder að hann kysi að sín yrði ekki einungis minnst fyrir þetta. Vonandi myndi fólk einnig minnast hans fyrir að hafa verið snjall kylfingur.

Það var Lee Elder í hugum flestra enda sigraði hann fjórum sinnum á mótum á PGA-mótaröðinni og tók þátt í 448 mótum á ferlinum. Eftir fimmtugt sigraði hann átta sinnum á Champions Tour eða Öldungamótaröð atvinnumanna. 

Lee Elder var heiður sýndur á Masters í apríl þegar hann sló fyrsta högg mótsins Augusta National. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert