Tiger svo gott sem hættur

Tiger Woods tekur ekki þátt á fleiri mótaröðum í golfheiminum.
Tiger Woods tekur ekki þátt á fleiri mótaröðum í golfheiminum. AFP

Atvinnukylfingurinn Tiger Woods mun ekki snúa aftur á golfvöllinn af fullum krafti og er atvinnumannaferli hans því svo gott sem lokið. Þetta tilkynnti hann í viðtali við bandaríska miðilinn Golf Digest á dögunum.

Tiger, sem er 45 ára gamall, lenti í alvarlegu bílslysi í febrúar á þessu ári þar sem hann slasaðist alvarlega á fæti og þurfti að gangast undir nokkrar aðgerða vegna þessa.

Hann er næst­sig­ur­sæl­asti kylf­ing­ur allra tíma á eft­ir Sam Snead en Tiger vann sinn fyrsta risa­tit­ill árið 1996.

„Ég mun aldrei keppa af fullum krafti á mótaröðunum aftur, svo einfalt er það,“ sagði Woods.

„Ég reikna með því að mæta til leiks á einhver mót, en það verður þá bara eitt og eitt mót. Nokkrir viðburðir á ári, ekkert meira en það.

Auðvitað finnst mér það leiðinlegt en þetta er staðan og raunveruleikinn sem ég bý við. Ég er búinn að sætta mig við þessa niðurstöðu,“ bætti kylfingurinn við.

mbl.is