Nýtir Tiger sér keppnisréttinn?

Tiger Woods er næstsigursælasti kylfingur sögunnar.
Tiger Woods er næstsigursælasti kylfingur sögunnar. AFP

Tiger Woods, næstsigursælasti kylfingur í karlaflokki frá upphafi, dúkkaði upp í fjölmiðlum á dögunum. Mikla athygli vakti að hann skyldi láta í það skína að hann yrði tæplega aftur kylfingur sem gæti tekið þátt á PGA-mótaröðinni að einhverju ráði.

Tiger Woods hefur lítið gert af því að veita viðtöl utan dagskrár. Hefur aðallega gert það í kringum mót sem hann tekur þátt í. Að þessu sinni var hann aðgengilegur fjölmiðlafólki vegna þess að Hero World Challenge-boðsmótið var þá að hefjast. Góðgerðarfélag Tigers stendur fyrir mótinu og safnast þar háar fjárhæðir sem renna til góðra málefna.

Tiger sagði meðal annars í viðtali við Golf Digest að hann hafi sætt sig við þá staðreynd að hann geti ekki orðið afreksmaður á ný sem þræði mótin á mótaröðinni. Hann gaf í skyn að mögulegt væri að hann myndi vera með í mótum af og til ef svo færi að hann næði góðum bata eftir bílslysið sem hann slasaðist í snemma á þessu ári. Ekki þarf að koma á óvart að ferillinn hjá Tiger sé í hættu því samkvæmt frásögnum lækna var hann heppinn að ekki þurfti að aflima hann. Áreksturinn skildi eftir sig fleiri en eitt opið beinbrot í fæti.

Ævilangur keppnisréttur

Til að útskýra hvað Tiger á við með því að hann gæti keppt af og til þá gæti hann þess vegna verið að hugsa nokkur ár fram í tímann. Þegar fólk reynir að skara fram úr í golfíþróttinni getur eitt helsta vandamálið verið að vinna sér inn keppnisrétt á mótum og mótaröðum þar sem samkeppnin er mikil. Sterkir kylfingar koma víða að. Frá Evrópu, Bandaríkjunum, Ástralíu, Suður-Afríku, Japan, Taílandi og víðar. Keppnisréttur gildir gjarnan einungis eitt ár í senn.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert