Guðrún og Haraldur kylfingar ársins

Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær upphafshögg á LET-mótaröðinni í október.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær upphafshögg á LET-mótaröðinni í október. Ljósmynd/LET

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Keili, og Haralddur Franklín Magnús, GR, hafa verið útnefnd kylfingar ársins 2021. 

Þetta er í annað sinn sem Guðrún Brá er útnefndur kylfingur ársins og í þriðja sinn sem Haraldur Franklín er útnefndur.

Guðrún Brá átti mjög gott ár ár LET-Evrópumótaröðinni og hafnaði í 75. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Þá hækkaði hún sig um tæplega 255. sæti á heimslistanum en hún er í dag í 620. sæti á listanum.

Haraldur Franklín keppti á Áskorendamótaröð Evrópu á keppnstímabilinu þar sem hann endaði í 48. sæti á stigalistanum sem er hans besti árangur á mótaröðinni. Hann endaði í 85. sæti á listanum í fyrra. 

Haraldur Franklín Magnús var útnefndur kylfingur ársins í þriðja sinn.
Haraldur Franklín Magnús var útnefndur kylfingur ársins í þriðja sinn. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is