Erfitt hjá Guðrúnu í nótt

Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti erfiðan annan hring í Ástralíu.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti erfiðan annan hring í Ástralíu. Ljósmynd/LET

Atvinnukylfingurinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti erfiðan annan hring á Australian Women’s Classic-mótinu í Ástralíu í nótt.

Guðrún lék fyrsta hringinn á 73 höggum og var í fínni stöðu á meðal 40 efstu kylfinga. Hún lenti hinsvegar vandræðum í nótt og lék á 78 höggum, sex höggum yfir pari.

Hún er því samanlagt á sjö höggum yfir pari. Þegar fréttin er skrifuð er Guðrún á leiðinni í gegnum niðurskurðinn en það stendur tæpt þegar þónokkrir kylfingar eiga eftir að klára annan hring.

Meghan MacLaren frá Englandi er efst á átta höggum undir pari og hin spænska Carmen Alonso í öðru sæti á sjö höggum undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert