Áhorfendamet verður slegið á Opna breska

Þátttaka Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu hefur eflaust átt …
Þátttaka Tiger Woods á Opna breska meistaramótinu hefur eflaust átt sinn þátt í að trekkja að. AFP/Gregory Shamus

Alls munu 290.000 áhorfendur mæta á Opna breska meist­ara­mót­ið í golfi sem fer fram á Gamla vell­in­um á St. Andrews í Fife í Skotlandi í júlí næstkomandi.

Hið sögu­fræga mót fer fram í 150. skipti dagana 10. til 17. júlí á ein­um elsta golf­velli heims og er ljóst að áhorfendametið á því verður slegið í ár.

Alls bárust 1,3 milljónir umsókna um miða sem leiddi til þess að metfjöldi miða seldust. Um 52.000 manns munu mæta á hvern keppnisdaganna fjögurra og 80.000 til viðbótar eru væntanlegir á æfingadagana fjóra.

Fyrra áhorfendametið á Opna breska meistaramótinu var 239.000, sem hefur staðið frá árinu 2000 þegar Tiger Woods bar sigur úr býtum á Gamla vellinum.

Woods mun einnig taka þátt á mótinu í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert