Guðrún upp um sjö sæti á lokadeginum

Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór upp um sjö sæti á lokadeginum.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir fór upp um sjö sæti á lokadeginum. Ljósmynd/GSÍ

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili í Hafnarfirði, fór upp um sjö sæti á lokahring Women‘s NSW Open-mótsins á Evrópumótaröðinni í golfi í Ástralíu í nótt.

Íslandsmeistarinn fyrrverandi lék lokahringinn í nótt á 74 höggum, tveimur höggum yfir pari, og endar í 27. sæti ásamt sex öðrum kylfingum. Aðstæður virðast hafa verið erfiðar á lokahringnum því margir kylfingar áttu sinn versta hring í nótt. 

Guðrún fékk þrjá fugla, þrjá skolla og einn tvöfaldan skolla á holunum 18. Hún lék hringina fjóra á 75, 71, 72 og 74 höggum.

Maja Stark frá Svíþjóð vann öruggan sigur en hún lauk leik á 15 höggum undir pari, fimm höggum á undan löndu sinni Johönnu Gustavsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert