Axel efstur í Svíþjóð en Aron gaf eftir

Axel Bóasson er með forystu í Svíþjóð.
Axel Bóasson er með forystu í Svíþjóð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Axel Bóasson náði í dag forystunni á Rewell Elisefarm-golfmótinu sem nú stendur yfir í Höör í Svíþjóð og er liður í Nordic Golf-mótaröðinni.

Hann lék á 68 höggum í dag, eins og í gær, og er samtals á átta höggum undir pari eftir  tvo fyrstu hringina.

Aron Snær Júlíusson var fyrstur eftir fyrsa hringinn þar sem hann lék á 67 höggum en hann náði sér ekki á strik í dag, lék á 74 höggum, og er sem stendur í áttunda til fjórtánda sæti á þremur höggum undir pari.

Aron Bergsson, Andri Þór Björnsson, Böðvar Bragi Pálsson og Bjarki Pétursson eru allir með á mótinu og hafa ekki lokið öðrum hring. Andri, Böðvar og Bjarki eiga allir góða möguleika á að komast í gegnum niðurskurðinn í dag en Aron er í erfiðri stöðu.

mbl.is