Axel sigraði í Svíþjóð

Axel Bóasson sigraði í Höör í dag.
Axel Bóasson sigraði í Höör í dag. mbl.is/Sigurdur Unnar Ragnarsson

Axel Bóasson kylfingur úr GK tryggði sér í dag sigur á Rewell Elisefarm-mótinu í Höör í Svíþjóð, sem er hluti af Nordic Golf-mótaröðinni, þegar hann lék þriðja hringinn á 73 höggum.

Það var lakasti hringur Axels sem hafði leikið tvo fyrstu hringina á 68 höggum en hann endaði eftir sem áður á sjö höggum undir pari og varð tveimur höggum á undan Nicolai Tinning frá Danmörku sem hafnaði í öðru sæti.

Bjarki Pétursson og Aron Snær Júlíusson, sem báðir keppa fyrir GKG, urðu jafnir ásamt þremur öðrum í 19.-23. sæti en þeir léku samtals á pari vallarins.

mbl.is