Prýðis fyrsti hringur Guðrúnar

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/LET

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Keili, lék á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hring á móti í Bangkok í Taílandi í Evrópumótaröð kvenna í nótt.

Guðrún Brá lék hringinn á 74 höggum og er í 46. – 50. sæti að honum loknum.

Heimakonan Patty Tavatanakit frá Taílandi er í efsta sæti eftir fyrsta hring eftir að hafa leikið á 66 höggum, sex höggum undir pari vallarins.

Annar hringurinn á mótinu verður leikinn aðfaranótt föstudags.

mbl.is