Guðrún lék annan hring undir pari

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Ljósmynd/LET

Guðrún Brá Björg­vins­dótt­ir, at­vinnukylf­ing­ur úr Keili, lék á einu höggi undir pari á öðrum hring á móti í Bang­kok í Taílandi á Evr­ópu­mótaröð kvenna í nótt.

Guðrún fór fyrsta hring á tveimur höggum yfir pari svo samtals er hún á einu höggi yfir pari að loknum tveimur hringjum. Er hún jöfn hinni velsku Becky Morgan í 35.-36. sæti.

Heima­kon­an Patty Tavat­anakit og hin enska Felicity Johnson er jafnar í toppsætinu en báðar hafa þær leikið á samtals sjö höggum undir pari eftir tvo hringi.

mbl.is