Mickelson dregur sig úr keppni

Phil Mickelson.
Phil Mickelson. AFP/Donald Miralle

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á PGA meistaramótinu í golfi. 

Hinn 51 árs gamli Mickelson er ríkjandi meistari á mótinu en hann mun ekki verja titilinn í ár.

PGA sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis að Mickelson muni ekki taka þátt í mótinu. Þar kemur þó ekki fram hvers vegna hann dragi sig úr keppni en hann hefur ekki leikið golf síðan í febrúar. Þá varð hann fyrir mikilli gagnrýni vegna ummæla sinna um nýja sádí-arabíska golf deild.

mbl.is