Mikil sigurhefð í ráshópi Tigers

Tiger Woods á æfingu á Southern Hills-vellinum.
Tiger Woods á æfingu á Southern Hills-vellinum. AFP/Christian Petersen

PGA-meistaramótið í golfi hefst á morgun á Southern Hills-vellinum í Oklahoma. Er um annað risamót ársins að ræða.

Tiger Woods, einn vinsælasti kylfingur allra tíma, er í afar spennandi ráshópi á fyrsta hring á mótinu því hann ræsir út með þeim Rory Mcllroy og Jordan Spieth.

Tiger hefur unnið 15 risamót á ferlinum, síðast árið 2019. Mcllroy er með fjóra sigra á risamótum, en hann vann síðast árið 2014. Spieth hefur unnið þrjú risamót, síðast árið 2017.

Tiger hefur fjórum sinnum unnið PGA-meistaramótið, Mcllroy tvisvar en besti árangur Spieth á mótinu er annað sætið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert