Erfiður fyrsti hringur hjá Ólafíu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti ekki sinn besta dag í Frakklandi.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti ekki sinn besta dag í Frakklandi. Ljósmynd/seth@golf.is

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék sinn fyrsta hring á móti erlendis frá ágúst 2020 er hún lék fyrsta hringinn á Jabra Ladies Open-mótinu á Evrópumótaröðinni í dag. Leikið er í Evian í Frakklandi.

Ólafía náði sér ekki á strik í dag því hún lék á 79 höggum, átta höggum yfir pari. Hún fékk þrjá fugla, sjö skolla og tvo tvöfalda skolla á holunum 18. Er hún í 111. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti betri dag því hún lék á 74 höggum, þremur höggum yfir pari. Hún fékk einn fugl og fjóra skolla á átján holum og er í 69. sæti ásamt tíu öðrum kylfingum.

Hin spænska Carmen Alonso er efst á fimm höggum undir pari og hin ástralska Whitney Hillier og Gabrielle Macdonald frá Skotlandi eru næstar á fjórum höggum undir pari.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti þokkalegan fyrsta hring.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir átti þokkalegan fyrsta hring. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert