Sílemaðurinn með þriggja högga forystu – Tiger í basli

Mito Pereira er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn.
Mito Pereira er með þriggja högga forystu fyrir lokahringinn. AFP/Sam Greenwood

Sílemaðurinn Mito Pereira er óvænt með þriggja högga forystu eftir þrjá hringi á PGA meistaramótinu í golfi sem nú stendur yfir í Tulsa í Oklahoma. Pereira hefur aðeins einu sinni áður keppt á risamóti og aldrei komist í gegnum niðurskurðinn.

Pereira er á níu höggum undir pari eftir þrjá hringi en hann lék hringinn í kvöld á 69 höggum, einu höggi undir pari. Englendingurinn Matthew Fitzpatrick og Bandaríkjamaðurinn Will Zalatoris, sem var í forystu eftir tvo hringi, eru jafnir á eftir Pereira á sex höggum undir pari. Zalatoris átti sinn versta hring á mótinu til þessa og lék á 73 höggum.

Norður-Írinn Rory McIlroy, sem var í forystu eftir fyrsta hring, átti einnig sinn versta hring í dag og lék á 74 höggum. Hann er fallinn niður í 17. sæti og er á parinu.

Tiger Woods átti einnig erfitt uppdráttar og lék á 79 höggum. Hann er neðstur af þeim sem fóru í gegnum niðurskurðinn á níu höggum yfir pari.

Fjórði og síðasti hringur mótsins verður leikinn annað kvöld. 

Tiger Woods átti erfiðan dag.
Tiger Woods átti erfiðan dag. AFP/Christian Petersen
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert