Thomas vann eftir umspil í Tulsa

Justin Thomas með bikarinn glæsilega eftir sigurinn í kvöld.
Justin Thomas með bikarinn glæsilega eftir sigurinn í kvöld. AFP/Sam Greenwood

Justin Thomas sigraði í kvöld á PGA-meistaramótinu í golfi í Tulsa í Oklahoma en hann lagði Will Zaratoris að velli í þriggja holu umspili eftir að þeir höfðu endað efstir og jafnir á fimm höggum undir pari að fjórum hringjum loknum.

Thomas náði að jafna við Zalatoris á lokahringnum með því að leika hann á 67 höggum en Zalatoris lék á 71 höggi. Þar með voru þeir báðir á fimm höggum undir pari eftir átján holur í dag.

Sílebúinn Mito Pereira sem lengi vel virtist ætla að verða óvæntur sigurvegari missti flugið á síðasta hring, lék hann á 75 höggum og deildi þriðja sætinu með Cameron Young frá Bandaríkjunum en þeir enduðu báðir á samtals fjórum höggum undir pari.

mbl.is