Fataðist verulega flugið

Haraldur Franklín Magnús átti erfiðan annan hring.
Haraldur Franklín Magnús átti erfiðan annan hring. Ljósmynd/IGTTour

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús átti erfiðan annan hring á Scottish Challenge-mótinu á Áskorendamótaröð Evrópu í golfi í dag.  

Haraldur var í toppbaráttu eftir glæsilegan fyrsta hring í gær en hann náði sér ekki á strik í dag og var að lokum heppinn að komast í gegnum niðurskurðinn. Hann er í 55. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum.

Haraldur lék hringinn á 77 höggum, sex höggum yfir pari. Hann lék fyrsta hringinn á 66 höggum og er því á samanlagt einu höggi yfir pari. Haraldur fékk þrjá tvöfalda skolla, einn skolla og einn fugl á holunum 18.

Þá er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr leik. Hann lék hringina tvo á 72 og 75 höggum og lauk leik á fimm höggum yfir pari og í 110. sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert